Helgi notar brúnkukrem til að vernda húðina

Helgi Ómarsson notar brúnkukrem til að verða brúnn og sætur.
Helgi Ómarsson notar brúnkukrem til að verða brúnn og sætur. Ljósmynd/Helgi Ómarsson

Þegar Helgi Ómarsson komst að því hversu skaðleg sólin getur verið fyrir húðina lærði hann að meta brúnkukrem. Hann hefur notað brúnkukrem mismikið í gegnum árin og núna setur hann brúnku á sig þegar hann langar að vera smá brúnn og sætur. 

Helgi er ljósmyndari, stjórnandi hlaðvarpsins Helgaspjallsins, bloggari á Trendnet og eigandi skartgripalínunnar 1104 frá MAR. Hann fór yfir brúnkukremsmálin með Smartlandi, enda er brúnkukrem fyrir öll kyn. 

„Ég hef verið mjög on og off síðustu árin, en eftir að ég lærði betur inn á hvaða áhrif sólin hefur á húðina er ég alltaf útúrlöðraður og makaður í sólarvörn og geng með derhúfu á sólardögum. Ég veit núna betur og veit að ég þarf að nýta brúnkuhúðvörur til að vera pínu brúnn og sætur. Eða brúnn og mjög sætur,“ segir Helgi í samtali við mbl.is.

Hver finnst þér kosturinn við að nota brúnkukrem?

„Að geta hugsað vel um húðina er mikilvægast fyrir mig. Við erum heppin og óheppin hvað er lítið af sól á Íslandi því við getum verndað húðina extra vel. Fyrir mína parta finnst mér snilld að geta smellt á sig smá froðu eða brúnkukremi sem lítur vel og eðlilega út á húðinni og finna góða rútínu.“

Hvaða vara er í uppáhaldi hjá þér?

„Ég skipti rosalega mikið um, núna finnst mér rosalega þægilegt að nota Self Tan-froðuna frá St. Tropez, hún er fáránlega þægileg að maka á sig. Það skiptir mig rosalega miklu máli að tanið setjist ekki í skeggið á mér og hún gerir það ekki. Einnig að geta séð hvernig brúnkan dreifist  þessi froða fær alveg toppeinkunn frá mér. Það sem ég elska mest við St. Tropez er að það er ekki þessi sterka brúnkulykt. Einnig er Gradual Tan Classic-rakakremið fáránlega þægilegt ef ég vil bara skella á mig góðu kremi og fá fallegan lit í kaupbæti.“

„Að geta hugsað vel um húðina sína er stærsti parturinn …
„Að geta hugsað vel um húðina sína er stærsti parturinn fyrir mig. Við erum heppin og óheppin hvað er lítið af sól á Íslandi því við getum verndað húðina okkar extra vel. Fyrir mína parta finnst mér snilld að geta smellt á sig smá froðu eða brúnkukrem sem lítur vel og náttúrulega út á húðinni og finna góða rútínu.“ Ljósmynd/Helgi Ómarsson

Hvernig er þín brúnkurútína?

„Hún er svo sem mjög krúttleg, en ég er ekki alltaf með brúnkukrem og nota það yfirleitt bara í andlitið fyrir „glow“ og ferskleika. En ég reyni alltaf að skrúbba andlitið á mér með mildum skrúbb og hreinsa það. Svo bara vanalega er þetta ein pumpa af Self Tan-froðunni og ber vel á andlitið. Það góða við froðuna er að brúnkan skilur ekki eftir sig litaskil heldur blandast vel og þétt við eigin húðlit. Svo nota ég einnig Gradual-rakakremið og Self Tan Express, það hentar mér mjög vel.“

Hvað gerirðu til að fá fallega brúnku sem endist lengi?

„Skrúbburinn er mjög mikilvægur þar. Vörurnar frá St. Tropez henta mér rosalega vel því mér finnst ég aldrei vera að díla við einhverja afganga af brúnkunni, hún dreifist fallega og svo er bara hægt að bæta á.“

Hver er besta varan til að nota á ferðalagi?

„Self Tan Express frá St. Tropez er aaalgjör snilld og fullkomið í allar snyrtivörutöskur. Ég veit ekki hvort það má en ég blanda því annaðhvort við rakakrem eða tek dropa og nudda á húðina. Áferðin er mjög eðlileg og liturinn sérstaklega fallegur.“

Helgi notar brúnkukrem aðallega í andlitið.
Helgi notar brúnkukrem aðallega í andlitið. Ljósmynd/Helgi Ómarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál