Stal senunni í ofurflegnum kjól

Bella Hadid vakti mikla athygli á rauða dreglinum.
Bella Hadid vakti mikla athygli á rauða dreglinum. AFP

Ofurfyrirsætan Bella Hadid vakti mikla athygli þegar hún mætti á rauða dregilinn í Cannes á sunnudaginn í svörtum flegnum kjól. Hadid, sem var ekki í brjóstahaldara, huldi brjóst sín með hálsmeni sem í fyrstu líktist gylltum brjóstahaldara. 

Fyrirsætan klæddist svörtum ullarkjól úr hátískulínu franska tískuhússins Schiaparelli. Hadid er sögð hafa stoppað í París fyrir nokkrum dögum þar sem hún mátaði kjólinn með óvenjulega hálsmálinu að því fram kemur á vef Vogue. 

Kjóllinn er það fleginn að hann nær ekki að fela brjóst Hadid. Þess í stað var hún með gullhálsmen. Daniel Roseberry, listrænn stjórnandi Schiaparelli, hefur unnið með áberandi skartgripi síðan hann tók við tískuhúsinu árið 2019. Hálsfestin sem Hadid bar var í þeim stíl og innblásin af líffræði.  

Bella Hadid var með áberandi hálsmen og í flegnum kjól.
Bella Hadid var með áberandi hálsmen og í flegnum kjól. AFP
Fágað en djarft.
Fágað en djarft. AFP
Bella Hadid.
Bella Hadid. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál