58 ára og hefur ekkert að fela

Lisa Rinna er 58 ára skvísa sem hefur ekkert að …
Lisa Rinna er 58 ára skvísa sem hefur ekkert að fela. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Lisa Rinna fagnaði 58 ára afmæli sínu í vikunni. Rinna skammast sín ekki fyrir hvernig hún lítur út og birti mynd af sér á sundbolnum og skrifaði að svona liti 58. aldursárið út. 

Real Houswives of Beverly Hills-stjarnan klæddist hvítum sundbol með flegnu hálsmáli og var með sólgleraugu frá Tom Ford. 

Rinna hefur verið í sviðsljósinu í yfir 30 ár og reglulega verið gagnrýnd fyrir útlit sitt í fjölmiðlum. Hún hefur aldrei látið það á sig fá. Það hefur hún kennt dætrum sínum Ameliu Gray og Deliluh Bell.  

„Hún segir bara að gagnrýnendurnir megi hoppa upp í rassgatið á sér. Það er eiginlega bara hluti af þessu. Þú getur eiginlega ekki sagt neitt um það,“ sögðu systurnar í viðtali. „Hún hefur alltaf verið þannig: „Ó hunsaðu þetta bara,““ sagði Delilah. 

Rinna hefur farið þá leið undanfarin ár að fagna afmælinu sínu með sjóðandi heitum myndum á Instagram. Á síðasta ári birti hún til dæmis nektarmynd af sér til að fagna 57 ára afmælinu.

mbl.is