Hætt að ganga í brjóstahaldara

Gillian Anderson.
Gillian Anderson. AFP

Leikkonan Gillian Anderson var á Instagram spurð út í hvers konar fötum hún klæddist í kórónuveirufaraldrinum. Anderson útskýrði þá að hún klæddist þægilegum fötum og væri hætt að ganga í brjóstahaldara.  

„Ég er orðin svo löt og nota ekki brjóstahaldara lengur. Ég get ekki notað brjóstahaldara. Ég get það ekki, nei, get það ekki. Afsakið. Mér þykir það leitt,“ sagði leikkonan.  

„Mér er sama þó svo að brjóstin á mér nái niður á nafla, ég ætla ekki að nota brjóstahaldara aftur. Það er bara of andskoti óþægilegt. Svo já, þægilegar svartar íþróttabuxur og peysa í stíl. Ég klæddist því á hverjum degi ef ég gæti.“

Margar konur eru sammála X-files-stjörnunni sem hefur verið að gera það gott á undanförnum misserum í Netflix-þáttum á borð við Crown og Sex Education. 

View this post on Instagram

A post shared by Gillian Anderson (@gilliana)

mbl.is