Beckham aflitar á sér hárið

David Beckham er búnn að aflita á sér hárið. Cruz …
David Beckham er búnn að aflita á sér hárið. Cruz Beckham er kominn með bleikt hár. Skjáskot/Instagram

Fótboltakappinn fyrrverandi David Beckham er búinn að aflita á sér hárið. Virðist Beckham meðal annars hafa gert það til þess að stríða unglingssonum sínum Romeo og Cruz sem fóru báðir í aflitun á dögunum. 

„Stundum þarf að minna strákana á hver gerði þetta fyrst á tíunda áragunum. Og miðað við svipinn á þeim finnst þeim þetta ekki fagnaðarefni,“ skrifaði Beckham við myndir af sér og yngri sonum sínum. 

Þeir Beckhambræður Cruz og Romeo virðast ekki vera parsáttir með …
Þeir Beckhambræður Cruz og Romeo virðast ekki vera parsáttir með aflitun föður síns. Skjáskot/Instagram

Eiginkona Beckhams, Victoria Beckham, staðfesti undir myndinni að „pabbi hefði gert þetta fyrst og það líti enn betur út núna“.

Hárgreiðsla og litur knattspyrnumannsins knáa hefur verið umfjöllunarefni fjölmiðla í hátt í þrjá áratugi. Þá hefur hann oft aflitað á sér hárið, skartað stípum, síðu hári og krúnurökuðum haus. 

mbl.is