Í dragt átta árum eldri en hún sjálf

Olivia Rodrigo fékk sjálfu með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem leggur …
Olivia Rodrigo fékk sjálfu með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem leggur nú áherslu á að ungt fólk þiggi bólusetningu. Skjáskot/Instagram

Ungstirnið Olivia Rodrigo heimsótti Joe Biden Bandaríkjaforseta í Hvíta húsið á dögunum. Þar klæddist hún bleikri dragt sem hefur vakið athygli, þá helst fyrir þær sakir að dragtin en eldri en hin 18 ára gamla Rodrigo. 

Rodrigo hefur gert það gott í tónlistarheiminum undanfarið og slegið í gegn með lög sín driver's licence og good 4 u. Biden boðaði hana á sinn fund ásamt Anthony Fauci, sóttvarnalækni Bandaríkjanna, til að ræða hversu mikilvægt það er að unga kynslóðin þiggi bóluefni við kórónuveirunni. 

Bleika dragtin sem Rodrigo klæddist er frá Chanel og án efa í anda forsetafrúarinnar heitinnar Jackie Kennedy. Þá minnir stíll hennar óneitanlega á kvikmyndina Clueless sem kom einmitt út sama ár og dragtin var kynnt.

Dragtin er úr vorlínu Chanel frá 1995 og er því heilum átta árum eldri en Rodrigo, sem fæddist 2002.

Við bleiku dragtina var hún í hvítum Giuseppe Zanotti-platformhælum og svörtum sokkum. Hún var svo með Amina Muaddi-veski.

Olivia Rodrigo.
Olivia Rodrigo. AFP
Rodrigo í 26 ára gamalli dragt í Hvíta húsinu.
Rodrigo í 26 ára gamalli dragt í Hvíta húsinu. AFP
Rodrigo ræddi við ungt fólk um bólusetningar.
Rodrigo ræddi við ungt fólk um bólusetningar. AFP
Dragtin minnir óneitanlega á stíl Jackie Kennedy og einnig á …
Dragtin minnir óneitanlega á stíl Jackie Kennedy og einnig á kvikmyndina Clueless. Skjáskot/Instagram
mbl.is