Með verstu hárgreiðslurnar í Cannes

Elena Lenina var með óvenjulega hárgreiðslu í Cannes.
Elena Lenina var með óvenjulega hárgreiðslu í Cannes. AFP

Það fór mikið fyrir rússnesku sjónvarpsstjörnunni og viðskiptakonunni Elenu Leninu á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögunum. Lenina mætti með nýja og stórfurðulega hárgreiðslu dag eftir dag. 

Á meðan margar stjörnur keppast við að klæðast fallegustu kjólunum eða dýrustu skartgripunum hefur Lenina, sem er fræg í Frakklandi, skartað eftirtektarverðum hárgreiðslum. Hárgreiðslurnar sem hún hefur skartað á kvikmyndahátíðinni í Cannes núna í júlí líkjast einna helst hárskúlptúrum. 

Einna óvenjulegasta hárgreiðslan er fléttaður regnbogi en greiðsluna var hún með þegar myndin Tout s'est Bien Passe var frumsýnd 7. júlí. 

Elena Lenina í Cannes þann 7. júlí.
Elena Lenina í Cannes þann 7. júlí. AFP

Aðeins einum degi fyrr eða hinn 6. júlí var hún á frumsýningu Annette með einkennilegan skúlptúr á höfðinu í stíl við frumlegan kjól. 

Elena Lenina á sýningu Annette þann 6 júlí í Cannes.
Elena Lenina á sýningu Annette þann 6 júlí í Cannes. AFP

Hún hélt áfram í sama stíl og 8. júlí mætti hún með glitrandi kórónu á rauða dregilinn. 

Elena Lenina á sýningu Stillwater í Cannes þann 8. júlí
Elena Lenina á sýningu Stillwater í Cannes þann 8. júlí AFP

Hinn 9. júlí var svo eins og það hefði kviknað í hári Leninu. 

Elena Lenina á frumsýningu Benedetta í Cannes þann 9. júlí.
Elena Lenina á frumsýningu Benedetta í Cannes þann 9. júlí. AFP
mbl.is