Mýtur um sólarvörn sem þú ætti ekki að trúa

Settu á þig sólarvörn, sama hvar þú ert og sama …
Settu á þig sólarvörn, sama hvar þú ert og sama hvaða árstíð er.

Ef þú vilt ekki enda eins og gamall skósóli í framan fyrir aldur fram er mikilvægt að bera á sig sólarvörn allan ársins hring, líka á Íslandi. Sólarvörn er okkur Íslendingum enn hálfframandi fyrirbæri sem fannst aðeins í strandtöskunum á Tenerife. 

Það eru margar mýtur þarna úti um sólarvörn. Prevention tók saman þær algengustu. 

Því hærri SPF-stuðull því lengur endist sólarvörnin

Sama hvort sólarvörn er með SPF-stuðulinn 30 eða 100 þá þarftu samt að bera aftur á þig eftir tvær klukkustundir í sólinni. Ástæðan fyrir því er að virkni hennar minnkar í hitanum, rakanum og sólinni. Svo fer hún líka af þér ef þú snertir á þér andlitið eða þurrkar þér. 

Settu áminningu í símann þegar þú ert í sólinni og berðu á þig á tveggja tíma fresti ef þú vilt ekki fá hrukkur fyrir aldur fram. 

Bílrúður veita vernd

Framrúður bíla veita vernd geg UVB- og UVA-geislum sólarinnar. Rúðurnar í hurðum gera það vanalega ekki. Það þýðir að glerið hindrar aðeins UVB-geisla, ekki UVA-geisla sem fara lengra inn í húðina og valda meiri skemmdum á henni. 

Einföld lausn á því er að setja á sig sólarvörn ef þú ert að fara að keyra lengi í sól. Einnig er gott að vera með sólgleraugu sem hindra bæði UVA- og UVB-geislana.

Sólarvörn dregur úr upptöku D-vítamíns

Það litla magn af UVB-geislum sem kemst í gegnum sólarvörn hjálpar líkama þínum að framleiða nóg D-vítamín. Þar að auki ættu Íslendingar ekki alfarið að treysta á sólina sem sína helstu D-vítamínlind og sulla vel af lýsi í sig allan ársins hrings. 

Þú getur búið til sólarvörn heima

Ef þú ert ekki efnafræðingur með sérhæfingu í snyrtivörum geturðu ekki búið til sólarvörn heima hjá þér. Það er ekki flókið. Þar að auki er erfitt að kaupa öll efnin sem þú þarft í sólarvörn.

Sólarvörn er mikilvægari fyrir börn en fullorðna

Það er staðreynd að sólbruni í æsku getur sett þig í áhættuhóp fyrir húðkrabbamein seinna á ævinni. Það er hins vegar jafn hættulegt fyrir börn og fullorðna að brenna illa í sól.

Það er mikilvægt að bera á sig sólarvörn á tveggja …
Það er mikilvægt að bera á sig sólarvörn á tveggja tíma fresti.
mbl.is