Rakaði af sér hárið á sviðinu

Willow Smith lét raka af sér hárið á sviðinu.
Willow Smith lét raka af sér hárið á sviðinu. Skjáskot/Facebook

Tónlistarkonan Willow Smith lét krúnuraka sig á miðjum tónleikum. Smith, sem er dóttir Wills Smiths og Jödu Pinkett Smith, sýndi frá því í myndbandi hvernig henni datt í hug að láta raka hár sitt. 

Smith hefur rakað af sér hárið tvisvar sinnum áður, í bæði skiptin þegar margt var að breyast í umhverfi hennar. „Ég er að hugsa um að raka af mér hárið á meðan ég syng Whip My Hair. Þetta verður í þriðja skiptið sem ég raka af mér hárið. Ég geri það alltaf á mikilvægum stundum í lífi mínu, þegar breytingar verða. Og þetta er án efa eitt af þeim augnablikum,“ sagði Smith í myndbandinu á Facebook. 

Skjáskot/Facebook

Hin tvítuga Smith rakaði fyrst af sér hárið þegar hún var 11 ára gömul, árið 2012. Þá hafði hún nýlega slegið í gegn með laginu Whip My Hair.

Smith er mikil talskona þess að konur raki af sér hárið ef þeim sýnist svo. Nýlega hvatti hún móður sína, Jödu Pinkett Smith, til að taka af skarið og raka af sér hárið. Sem hún og gerði og skarta þær mæðgur því báðar krúnurökuðum kolli. 

mbl.is