Gráhærðar skvísur slá í gegn á rauða dreglinum

Jodie Foster, Helen Mirren og Andie MacDowell.
Jodie Foster, Helen Mirren og Andie MacDowell. Samsett mynd

Fyrir ekki svo margt löngu var konum kennt að forðast það að skarta gráum lokkum sínum. En eins og stjörnurnar í Cannes sýndu á dögunum er fátt fallegra en gráir lokkar.

Leikkonurnar Andie MacDowell, Helen Mirren og Jodie Foster sýndu það með skýrum hætti á rauða dreglinum í Cannes að gráir lokkar eru ekkert til að skammast sín fyrir, þvert á móti ætti að fagna þeim. 

Leikkonurnar Sarah Jessica Parker og Cynthia Nixon, sem nú eru við tökur á endurkomuseríu af Sex and the City, hafa heldur ekki verið feimnar við að sýna sitt gráa hár við tökur á þáttunum. Nýlega birti Nixon mynd af þeim stöllum sem hefur notið mikillar hylli og þeim hrósað fyrir gráa hárið sitt.

Andie MacDowell á rauða dreglinum í Cannes á dögunum.
Andie MacDowell á rauða dreglinum í Cannes á dögunum. AFP
Jodie Foster.
Jodie Foster. AFP
Helen Mirren.
Helen Mirren. AFP
mbl.is