Lét fjarlægja brjóstapúðana

Tamra Judge er búin að láta fjarlægja brjóstapúðana.
Tamra Judge er búin að láta fjarlægja brjóstapúðana. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Tamra Judge lét nýverið fjarlægja púða sem hún var með í brjóstum sínum. Ástæðan er sú að hún var komin með sjálfsofnæmissjúkdóm. Þetta er í annað skipti sem hún lætur fjarlægja púða úr brjóstunum. 

Judge, sem kemur fram í þáttunum Real Housewives of Orange County, deildi ferlinu með fylgjendum sínum á Instagram. Hún sagðist strax finna að heilsan væri að skána. 

„Púðar og hylki farin. Er þreytt og aum eins og ég bjóst við. Ég er viss um að erfiðasti hlutinn fyrir mig verður að mega ekki hreyfa mig. Ég veit það er klikkað en þegar ég vaknaði í morgun var ég rjóð í kinnum, ekki með stíflaðar kinnholur og hamingjusöm. Ég vonast til að finna fyrir bættri heilsu á næstu vikum,“ sagði Judge. 

Raunveruleikastjarnan hefur ekki farið nánar í saumana á því hvaða veikindum brjóstapúðarnir ollu en að það hafi verið sjálfsofnæmissjúkdómur en segist ætla að deila sögu sinni í september. 

Judge fékk sér sína fyrstu brjóstapúða eftir að hún eignaðist elsta son sinn Ryan Vieth, sem er 35 ára. Hún lét svo laga brjóstin eftir að hún eignaðist yngri son sinn sem er 14 árum yngri. Síðan lét hún fjarlægja púðana árið 2012 en fékk sér nýja nokkrum árum seinna. 

View this post on Instagram

A post shared by Tamra Judge (@tamrajudge)

mbl.is