Marc Jacobs ósáttur við þyngdarafl jarðar

Marc Jacobs nærist á tísku.
Marc Jacobs nærist á tísku. Skjáskot/Instagram

Hinn 58 ára gamli tískuhönnuður Marc Jacobs skellti sér í andlitslyftingu á dögunum og birti mynd af því á Instagram-síðu sinni. 

„Fjandinn hafi þyngdaraflið. Lifum og elskum lyftingar,“ skrifaði Jackobs við myndina. Eftir því sem blaðamaður kemst næst er hann þarna að vitna í að aðdráttarafl jarðar orsaki það að húðin á andlitinu taki að síga með aldrinum. 

Það er lýtalæknirinn Andrew Jacono sem sá um tilraun Jacobs til þess að viðhalda ungdómi sínum en Jacono var valinn á lista Castle & Connelly sem einn af frambærilegustu lýtalæknum New York-ríkis. Það verður fróðlegt að sjá hvernig til tókst þegar Jacobs verður afhjúpaður.

View this post on Instagram

A post shared by Marc Jacobs (@themarcjacobs)

mbl.is