Sögufrægur kjóll fannst eftir áratugi

Kjóllin kom í leitirnar eftir að hafa verið týndur í …
Kjóllin kom í leitirnar eftir að hafa verið týndur í 48 ár. Ljósmynd/The Catholic University of America

Sögufrægur kjóll úr kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz, eða The Wizard of Oz, frá árinu 1939 er kominn í leitirnar eftir að hafa verið týndur í tæpa hálfa öld. 

Leikkonan Judy Garland, í hlutverki Dórótheu, klæddist kjólnum í kvikmyndinni sem gerði hana að stjörnu. 

Kjóllinn fannst í húsnæði Kaþólska háskólans í Washington D.C. í Bandaríkjunum þegar kennari nokkur var að laga til. Kennarinn, Matt Ripa, var að þrífa og fann kjólinn í ruslapoka sem stóð ofan á nokkrum póstkössum. Þegar hann leit í pokann fann hann skókassa með kjólnum. 

Leikkonan Mercedes McCambrigde, sem starfaði við háskólann, gaf kjól Garland til skólans árið 1972 en ári seinna var kjóllinn týndur og tröllum gefinn. Mikil leit upphófst í skólanum en þangað til nú hafði kjóllinn ekki komið í leitirnar.

„Ég trúði þessu ekki. Það þarf varla að taka það fram að ég hef fundið fullt af áhugaverðum hlutum í skólanum en ég held að þessi sé sá áhugaverðasti,“ sagði Ripa í færslu á vef skólans. 

Inni í kjólnum er nafn Garland handskrifað og þar er líka að finna falinn vasa sem Garland geymdi lítinn vasaklút í.

Nafn Judy Garland handskrifað innan í kjólnum.
Nafn Judy Garland handskrifað innan í kjólnum. Ljósmynd/The Catholic University of Americambl.is