Frænka Díönu giftist gömlum milljarðamæringi

Kitty Spencer gekk í hjónaband í kjól frá Dolce & …
Kitty Spencer gekk í hjónaband í kjól frá Dolce & Gabbana. Skjáskot/Instagram

Hin þrítuga lafði Kitty Spencer, bróðurdóttir Díönu prinsessu, gekk í hjónaband í Róm um helgina. Hún játaðist hinum 62 ára gamla milljarðamæringi Michael Lewis í kjól frá Dolce & Gabbana. Kjóllinn var látlausari en kjóll Díönu á sínum tíma. 

Kjóllinn er nútímalegri en rjómatertukjóllinn sem Díana klæddist þegar hún og Karl Bretaprins gengu í hjónaband árið 1981. Hins vegar eru áberandi axlir á kjól Spencer rétt eins og á kjól Díönu. Spencer var einnig með afar langt og mikið slör eins og föðursystir hennar var með fyrir 40 árum. 

Spencer hefur starfað sem fyrirsæta fyrir Dolce & Gabbana. Það lá beinast við að velja ítölsku hönnuðina til þess að hanna brúðarkjólinn. Hönnuðurinn Domenico Dolce sagði í viðtali við breska blaðið Tatler að Spencer hafði hugsað til merkisins um leið og hún fékk bónorðið. Það tók um sex mánuði að hanna og sauma kjólinn og fór Spencer í fjórar mátanir. 

Karl Pretaprins og Díana prinsessa árið 1981.
Karl Pretaprins og Díana prinsessa árið 1981. AFP

„Innblásturinn er ást hennar á Ítalíu. Kitty elskar fallega landið okkar, söguna og listir og menningu,“ sagði Dolce. Félagi hans bætti hins vegar við að Spencer bæri mikla virðingu fyrir enskum uppruna sínum. Hönnunartvíeykið reyndi í samstarfi við Spencer að hanna tímalausan kjól en Spencer klæddist fleiri kjólum yfir helgina. „Lafði Kitty Spencer lýsti draumakjólnum fyrir okkur og við reyndum að koma til móts við þær óskir. Við unnum saman,“ sagði Dolce. 

Fyrir brúðkaupið töldu margir að Spencer myndi gifta sig með kórónu sem tilheyrir Spencer-ættinni. Díana föðursystir hennar var til að mynda með kórónuna þegar hún gifti sig. Svo fór ekki og var hún með látlausa hárgreiðslu undir gríðarstóru slörinu. 

Þotulið var mætt til Rómar í athöfnina en í breskum miðlum er talað um brúðkaup ársins. Talið er að Charles Spencer, bróðir Díönu, hafi ekki verið viðstaddur. Einnig virðast þeir Harry og Vilhjálmur ekki hafa látið sjá sig en þar gæti kórónuveirufaraldurinn hafa spilað inn í. 



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál