Í neti og nærbuxnapjötlu

Rappkonan Megan Thee Stallion var léttklædd um helgina.
Rappkonan Megan Thee Stallion var léttklædd um helgina.

Rapparinn Megan Thee Stallion mætti léttklædd þegar sundfatatímarit Sports Illustrated var kynnt í Flórída á laugardaginn. Stallion er óhrædd við að sýna línurnar og fékk allur líkaminn að njóta sín í kjólnum sem huldi nánast ekkert. 

Hinn dramatíska kjól hannaði bandaríski fatahönnuðurinn Natalia Fedner. Kjóllinn er nánast eins og einn stór skartgripur. Klauf fær nýja merkingu í höndum Fedner en segja má að klaufin nái upp að mjöðmum auk þess sem lítið sem ekkert hylur rassinn. 

Fedner lýsti kjólnum á instagramsíðu sinni og sagði hann sérhannaðan á Stallion. Hann var ofinn úr rúmlega 500 metrum af efni. Fedner notar sérstaka tækni til að gera kjólinn og er ekkert klippt í sundur og saumað, aðeins ofið. Mikið af silfri og kristöllum frá Swarovski var notað við gerð kjólsins. 

Megan Thee Stallion í kjólnum góða.
Megan Thee Stallion í kjólnum góða.

Stallion fagnaði því að hún er fyrsti kvenkyns rapparinn sem prýðir sundfataútgáfu Sports Illustrated. mbl.is