Óþekkjanleg með drengjakoll

Nicole Kidman er komin með nýja hárgreiðslu.
Nicole Kidman er komin með nýja hárgreiðslu. Samsett mynd

Hollywoodstjarnan Nicole Kidman birti mynd af sér með drengjakoll á instagramsíðu sinni á dögunum. Nýja hárgreiðslan vakti mikla athygli enda um töluverða breytingu að ræða. Leikkonan er þekkt fyrir ljósrautt liðað hár sitt. 

Kidman er í tökum á þáttaröðinni Roar sem verður sýnd á streymisveitu Apple. Ekki er ólíklegt að hún hafi komist hjá því að klippa lokkana og notað í stað þess hárkollu. Liturinn á hárinu afar líkur hárlit sem hún skartar ansi oft. 

Hér fyrir neðan má sjá myndir af þeim hárgreiðslum sem Nicole Kidman hefur skartað á rauða dreglinum síðustu ár. Síddin er oft sú sama en liturinn er frá því að vera ljós yfir í að vera ljósrauður. Hún er stundum með krullur í hárinu en stundum með það slétt. Hún hefur hins vegar aldrei skartað stuttu hári á rauða dreglinum.

Nicole Kidman ásamt eiginmann sínum Keith Urban árið 2019.
Nicole Kidman ásamt eiginmann sínum Keith Urban árið 2019. AFP
Nicola Kidman árið 2018.
Nicola Kidman árið 2018. AFP
Nicole Kidman árið 2018.
Nicole Kidman árið 2018. AFP
Nicole Kidman árið 2017.
Nicole Kidman árið 2017. AFP
mbl.is