Bieber fer fyrir nýjustu línu Balenciaga

Justin Bieber er nýjasta andlit Balenciaga
Justin Bieber er nýjasta andlit Balenciaga Skjáskot/Instagram

Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber er nýjasta andlit spænska hátískuhússins Balenciaga. Á dögunum fór af stað auglýsingaherferð Balenciaga með Bieber í fararbroddi. Söngvarinn er þekktur fyrir að klæðast víðum fötum og virðist hann kjörinn sem andlit fyrir þessa nýjustu línu Balenciaga.

Í auglýsingunni sem tískuhúsið birtir er Bieber í svörtum bomber-jakka í yfirstærð, svartri hettupeysu, hvítum stuttermabol og víðum svörtum bómullarbuxum. Hvítir sokkarnir eru gyrtir yfir skálmarnar og hann er í sturluðum silfurlituðum og vínrauðum Asics-strigaskóm, hönnuðum hjá Balenciaga. Í hægri hendi heldur hann á svartri Balenciaga-leðurtösku; „City“-tösku.

View this post on Instagram

A post shared by Balenciaga (@balenciaga)

mbl.is