Dóttir Boris Johnsons í aðhaldsfatnaði

Lara Johnson-Wheeler er dóttir forsætisráðherra Bretlands.
Lara Johnson-Wheeler er dóttir forsætisráðherra Bretlands. Skjáskot/Instagram

Lara Johnson-Wheeler, 28 ára gömul dóttir Boris Johnsons forsætisráðherra Bretlands, segir stundaglasið aftur komið í tísku. Fjölmiðlakonan, sem er elsta barn Johnsons, situr fyrir í septemberútgáfu breska tímaritsins Tatler

Johnson-Wheeler segir raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian og vinkonur hennar ástæðu þess að ótrúlega mjótt mitti sé aftur komið í tísku og líkamsímynd breytt. Hún ráðleggur fólki að fá rétta aðstoð þegar það velur sér aðhaldsfatnað en tekur fram að aðhaldsfatnaður lagi ekki neitt. 

„Þessi fatnaður lagar ekki það sem þið eruð mögulega óánægð með. Ef hann er vel hannaður bætir hann það sem þið búið nú þegar yfir eða ýtir undir þann líkamsvöxt sem nú er í tísku. Að vera í mótandi nærfötum gerir mig ekki öðruvísi en ég er þannig séð, en mér líður vissulega betur í fötum sem ég var áður óörugg í. Í sannleika sagt: þegar aðhaldsfatnaður er notaður sem grunnur fyrir þægindi og sjálfsöryggi, til þess að ýta undir það góða, þá er ekkert slæmt við það.“ 

View this post on Instagram

A post shared by Tatler (@tatlermagazine)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál