Prinsinn í pilsi á ströndinni

Karl Bretaprins fór í tveggja daga heimsókn til Skotlands
Karl Bretaprins fór í tveggja daga heimsókn til Skotlands AFP

Íslandsvinurinn Karl Bretaprins fór í tveggja daga heimsókn til Skotlands á dögunum.  Bretaprinsinn ákvað að nýta tækifærið og klæðast skotapilsi í tilefni heimsóknarinnar.

Stíll Karls var til fyrirmyndar. Pilsið var rauðköflótt með grænum tónum. Hann var í háum grænum sokkum sem fóru húðlit Karls ákaflega vel.

Bretaprins klæddist aðsniðnum gráum tvíhnepptum jakka og í vesti í stíl við jakkann. Það liggur ekki fyrir hvort hvít skyrta prinsins hafi verið stutterma eða síðerma. Bindið sem prinsinn bar var svo rúsínan í pylsuendanum en bindið hefur prinsinn líklega valið í stíl við pilsið.

Karl heimsótti dýraspítala
Karl heimsótti dýraspítala AFP
Karl fylgdist vel með hreinsunarstörfum
Karl fylgdist vel með hreinsunarstörfum AFP
Hundur þefar af prins
Hundur þefar af prins AFP
Karl tók þátt í að hreinsa til á skoskri strönd …
Karl tók þátt í að hreinsa til á skoskri strönd og vingaðist við dýr og menn. AFP
mbl.is