Í Crocs á rauða dreglinum eftir támeiðsl

Leikkonan Jena Malone mætti í rauðum Crocs.
Leikkonan Jena Malone mætti í rauðum Crocs. AFP

Leikkonan Jena Malone lætur ekki minniháttar áföll eins og támeiðsl halda aftur af sér í lífinu. Malone mætti á frumsýningu á kvikmynd sinni Lorelei í rauðum Crocs-skóm þar sem hún gat ekki verið í hefðbundum hælaskóm vegna meiðsla. 

Malone fór heldur ekki í felur með það, þrátt fyrir að vera í síðum svörtum kjól sem földu skóna algjörlega. Hún lyfti heldur pilsi sínu upp og sýndi skóna stolt. Þá skrifaði hún einnig um skóna í færslu á Instagram. 

Malone var ekki feimin við að sýna skóna.
Malone var ekki feimin við að sýna skóna. AFP

„Ég veit ekki af hverju, en ég verð hamingjusöm að sjá þessa mynd. Ég rak litlu tána í fyrir rauða degilinn og gat varla gengið. Þannig að ég skipti bara um stíl. Og ég held það hafi borgað sig,“ skrifaði Malone við myndina. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Crocs-skór koma við sögu á rauðum dregli. Til dæmis var tónlistarstjórinn Questlove í gylltum Crocs-skóm á rauða dreglinum fyrir Óskarsverðlaunahátíðina í vor. Vinsældir Crocs hafa aukist í heimsfaraldrinum og jókst sala þeirra um 64% á fyrsta ársfjórðungi 2021 frá sama tímabili á síðasta ári. 

View this post on Instagram

A post shared by Jena Malone (@jenamalone)

mbl.is