Með brenglaða sjálfsmynd á Playboy-setrinu

Holly Madison.
Holly Madison. David Becker

Fyrirsætan Holly Madison glímdi við brenglaða sjálfsmynd þegar hún bjó á Playboy-setrinu í upphafi aldar og var í sambandi með Hugh Hefner. 

Madison segir það hafa haft mikil áhrif á líf sitt og hún hafi alltaf verið að hugsa um hvernig hún gæti orðið grennri. Hún vakti athygli á málinu á TikTok eftir að hafa séð gamla mynd af sér. 

„Ég fann gamla mynd af mér og það minnti mig á augnablik í lífi mínu þegar ég horfði á myndband af sjálfri mér á tískusýningu og hugsaði „ó Guð, ég þarf að léttast“,“ sagði hin 41 árs gamla fyrirsæta. 

Hún segist hafa verið í áfalli eftir að hafa séð myndbandið og ætlað að losa sig við að minnsta kosti tvö kíló. „Og það er fáránlegt. Ég leit út eins og prik,“ sagði Madison. 

Madison segist vera búin að vinna sig út úr þessu hugarfari en hún flutti af Playboy-setrinu árið 2008 eftir sjö ára veru þar. „Það er ekki þess virði að líða illa með sjálfan sig. Það er í lagi að vilja bæta sig á einhverju sviði, en það er ekki þess virði að líða ömurlega yfir því hvernig maður er núna,“ sagði Madison.

Holly Madison ásamt Hugh Hefner og Kendru Wilkinson og Bridget …
Holly Madison ásamt Hugh Hefner og Kendru Wilkinson og Bridget Marquardt. MARIO ANZUONI
mbl.is