Vinkona Meghan ljóstrar upp skyrtuleyndarmálinu

Meghan og Harry voru óformlega klædd árið 2017. Hún í …
Meghan og Harry voru óformlega klædd árið 2017. Hún í hvítri skyrtu og hann í stuttermabol. AFP

Bandaríska leikkonan Meghan Markle var óformlega klædd þegar hún kom í fyrsta sinn fram sem opinber kærasta Harrys Bretaprins árið 2017. Hún var í gallbuxum og hvítri skyrtu eftir Mishu Nonoo vinkonu sína sem er talin hafa kynnt hana fyrir Harry. Nonoo segir söguna á bak við skyrtuna á vef Elle. 

Nonoo hannaði skyrtuna árið 2016 og fékk hún nafnið „skyrta eignmannsins“. Hún seldist upp eftir að Meghan sást í henni með Harry. „Hugmyndin að skyrtu eiginmannsins kom vegna þess að þig langar alltaf að klæðast einhverju af maka þínum til þess að vera náin honum. Ég elska að klæðast einhverju úr fataskáp eiginmanns míns af því það er í rauninni ekkert kynþokkafyllra en að fá lánað hjá strákum,“ segir Nonoo um hugmyndina að skyrtunni. 

Skyrtan kallast Skyrta eignmannsins.
Skyrtan kallast Skyrta eignmannsins. AFP

Hún breytti skyrtu sem hún hafði áður hannað og gerði hana stærri á ákveðnum stöðum. Það tók nokkrar vikur að klára skyrtuna. Hún segir erfitt að spá um hvaða flíkur verði vinsælar og hvaða flíkur ekki. „Vegna þeirrar staðreyndar að ég elskaði hugmyndina um að „fá að láni“  (og ég tengdi við konur sem áttu eftir að klæðast henni) hefði það átt að vera mér augljóst að skyrtan yrði vinsæl. En eftir á að hyggja hafði ég ekki grænan grun.“

Skyrtan fór á markað í september 2016. Nonoo segir að hún hafi spáð annarri flík úr vörulínunni meiri vinsældum. Forstjórinn sem hún vann undir á þessum tíma veðjaði hins vegar á skyrtuna. Það hefur líklega ekki skemmt fyrir að Meghan vinkona hennar varð ein frægasta kona heims á einu augnabliki í skyrtunni hennar.

Meghan og Harry eru nú hjón.
Meghan og Harry eru nú hjón. AFP
mbl.is