Ef þig hefur alltaf dreymt um Dior-tösku

Þessi mynd var tekin á dögunum þegar haust- og vetrarlína …
Þessi mynd var tekin á dögunum þegar haust- og vetrarlína Dior var sýnd. STEPHANE DE SAKUTIN

Það skiptir ekki máli úr hvaða dollum eða brúsum þú sprautar snyrtivörunum þínum heima hjá þér en á almannafæri, þegar þarf að bæta við smá varalit eða púðra nefið, getur það verið hrein unun að draga fallega snyrtivöru upp úr veskinu.

Á þetta bendir vefútgáfa Glamour og Smartland verður að vera sammála þeim á þeirri ritstjórn um að ein fallegasta nýja snyrtivaran á markaðnum er ný viðbót við Forever-línu Dior, púður sem kemur í öskju sem minnir helst á litla handtösku frá tískuhúsinu  fullkomin til að draga upp á útikaffihúsi í sumar og matta t-svæðið örlítið, en kosturinn við púðrið er að það mattar ekki of mikið þannig að húðin missir ekki ljómann við púðrunina. 

Cushion Powder er létt og mjög fíngert púður, með mjög góðri og náttúrulegri áferð, og góður púðurpúði fylgir með. Sumar kunna að vilja að nota bursta í púðrið sem er líka gott.  

Í Forever línu-Dior hafa smám saman bæst nýjar vörur síðustu misserin, má þar auk Cushion Powder nefna farðagrunn sem gefur raka, jafnar litarhaft og yfirborð húðarinnar; Forever Skin Veil, með sólarvarnarstuðul 20.

Þá njóta hyljarinn Skin Correct og Natural Nude-farðinn mikilla vinsælda en farðinn er einnig kjörinn yfir sumartímann, gefur raka og létta til miðlungs þekju án þess að setja „grímu“ á andlitið. Hyljarann er gott að nota með farðanum en hann er líka hægt að nota einan og sér og sleppa þá farðanum og nota aðeins hyljarann á svæði sem þarf rétt að „leiðrétta“, í það minnsta er hægt að komast ansi langt þannig án þess að fara alla leið í að nota meik.

Alexander de Hanovre, dóttir Karolínu prinsessu af Mónakó með Dior-tösku.
Alexander de Hanovre, dóttir Karolínu prinsessu af Mónakó með Dior-tösku. LUCAS BARIOULET
Franska leikkonan Mathilde Warnier með Dior-tösku.
Franska leikkonan Mathilde Warnier með Dior-tösku. LUCAS BARIOULET
Ítalski tískuleiðtoginn Giovanna Battaglia á tískusýningu Dior.
Ítalski tískuleiðtoginn Giovanna Battaglia á tískusýningu Dior. LUCAS BARIOULET
Þessi mynd er af tískusýningu Dior sem fram fór á …
Þessi mynd er af tískusýningu Dior sem fram fór á dögunum. Þar var haust- og vetrartískan 2021-2022 sýnd. STEPHANE DE SAKUTIN
mbl.is