Dýrasta handtaskan á yfir átta milljónir

Paris Hilton.
Paris Hilton. AFP

Hótelerfinginn Paris Hilton á margar og dýrar flíkur, skó, fylgihluti og allt það sem tískuunnendur dreymir helst um. Það dýrasta sem hún hefur keypt sér er sérhönnuð handtaska frá franska tískuvörumerkinu Hermés. Hilton opnaði fataskáp sinn fyrir tímaritið Elle á dögunum. 

„Það sem ég hef eytt mest í er sérhannaða Birkin-taskan mín. Ég elska Hermés og ég elska þessa tösku. Ef ég væri handtaska væri ég þessi handtaska,“ sagði Hilton. Taskan er bleik með yfir 60 þúsund Swarovski-steinum á. 

Hilton sagðist ekki muna hversu mikið taskan kostaði en hana keypti hún árið 2018. Þá var hún metin á átta milljónir króna eða 65 þúsund bandaríkjadali. Í bloggfærslu frá þeim tíma sagði Hilton aðdáendum sínum að hún hefði leitað að þessari bleiku tösku í mörg ár. Hún fann hana loksins hjá Privé Porter sem selur notaðar Hermés-töskur í Miami.

Í samtali við Page Six sagði Michelle Berk, eigandi Privé Porter, að það væru fimm mismunandi stærðir af steinum á töskunni og það hefði tekið 60 klukkutíma að setja 30 þúsund steina á.

Taskan er metin á 8 milljónir króna.
Taskan er metin á 8 milljónir króna. Skjáskot/Elle
60 þúsund Swarovski steinar eru á töskunni.
60 þúsund Swarovski steinar eru á töskunni. Skjáskot/Elle
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál