Endurgerði skilnaðarmynd Kidman

Framleiðandinn Liz Maupin er álíka glöð með að vera skilin …
Framleiðandinn Liz Maupin er álíka glöð með að vera skilin líkt og Nicole Kidman var árið 2001. Ljósmynd/Twitter

Leikkonan Nicole Kidman vakti heldur betur athygli árið 2001 þegar hún kom út frá skilnaðarlögfræðingi sínum, loksins skilin við leikarann Tom Cruise. Mynd náðist af leikkonunni þar sem hún fagnaði ógurlega og hefur sú mynd verið fræg ætíð síðan. 

Höfundurinn og framleiðandinn Liz Maupin endurgerði ljósmyndina frægu á dögunum þegar hún bauð um 30 vinum í skilnaðarpartí. Maupin skildi að borði og sæng við Danny Maupin árið 2018 og var nú skilnaðurinn loksins genginn í gegn. 

Úr myndum í partíinu má sjá að Maupin tókst vel til við að endurgera myndina. Líkt og Kidman klæddist hún grænum buxum og siffontoppi með rauðum blómum á. mbl.is