Cruz og Birgitta Líf með eins töskur

Penelope Cruz og Birgitta Líf Björnsdóttir báðar með Boy bag …
Penelope Cruz og Birgitta Líf Björnsdóttir báðar með Boy bag töskuna frá Chanel. Ljósmynd/Samsett

Penelope Cruz sportaði sig um í Chanel-fötum í Feneyjum í vikunni. Þar er enn þá sól og sumar og því hægt að klæðast opnum skóm og stuttum pilsum.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Feneyjum er haldin í 78. skipti um þessar mundir. Þótt það sé að hausta í Reykjavík og nærsveitum þá er enn þá sumar á Ítalíu eins og sést á einni skærustu stjörnu hátíðarinnar, Penelope Cruz. Hún klæddist fatnaði frá Chanel á hátíðinni sem samanstóð af hvítu stuttu pilsi, hvítum bol og hvítum jakka með bláum kraga, bláu stroffi á ermum og bláu fóðri. Við dragtina var hún með hvítan Boy bag frá Chanel og í hvítum sandölum við.

Leikkonan kemur vel undan sumri með örlitlar strípur í endunum á hárinu og nokkuð ánægð með lífið ef marka má myndirnar. Rautt naglalakk setur punktinn yfir i-ið!

Þess má geta að Cruz er ekki eina kvenkynsveran sem fílar svona töskur því Birgitta Líf Björnsdóttir áhrifavaldur og markaðsstjóri World Class á svona tösku í beige-lit sem hún hefur notað ríkulega síðustu ár. 

Penelope Cruz var glæsileg í Feneyjum í hvítum Chanel-jakka og …
Penelope Cruz var glæsileg í Feneyjum í hvítum Chanel-jakka og hvítu Chanel-pilsi.
Birgitta Líf Björnsdóttir með Boy bag frá Chanel. Myndin var …
Birgitta Líf Björnsdóttir með Boy bag frá Chanel. Myndin var tekin fyrir nokkrum árum.
Hér má sjá hvað hvíta Chanel taskan, Boy bag, er …
Hér má sjá hvað hvíta Chanel taskan, Boy bag, er alltaf falleg.
Hér er Birgitta Líf með Chanel-töskuna árið 2017.
Hér er Birgitta Líf með Chanel-töskuna árið 2017.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »