Díönukjóll Stewart einstök endurhönnun Chanel

Kjóllinn sem Kristin Stewart klæðist í kvikmyndinni Spencer er frá …
Kjóllinn sem Kristin Stewart klæðist í kvikmyndinni Spencer er frá Chanel.

Leikkonan Kristen Stewart klæðist kjól frá Chanel Haute Couture í kvikmyndinni Spencer sem fjallar um Díönu prinsessu af Wales. Mikið var lagt í kjólinn og tók yfir þúsund klukkustundir að sauma hann. 

Kjóllinn prýðir fyrsta plakatið sem gefið var út fyrir kvikmyndina í síðustu viku. Samkvæmt umfjöllun Vogue Paris endurgerði Chanel kjól úr vor- og sumarlínu frá árinu 1988. 

Um er að ræða hvítan kvöldkjól án hlýra, með slaufu um mittið. Demantssteinar skreyta kjólinn og fóru 700 klukkustundir í að sauma steinana á kjólinn. 

Kjóllinn sést líka í fyrstu stiklunni fyrir kvikmyndina, þar sem Stewart sést hlaupa niður langan stiga. 

mbl.is