Boris Johnson nánast óþekkjanlegur með nýtt hár

Boris Johnson er búinn í klippingu.
Boris Johnson er búinn í klippingu. Samsett mynd

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er búinn í klippingu fyrir haustið. Johnson hefur verið þekktur fyrir sitt tætingslega ljósa hár en hefur nú gert bragarbót á. 

Johnson frumsýndi hárið í umræðum í breska þinginu í dag þar sem hann upplýsti þingmenn um aðgerðir Breta í Afganistan og fleiri málefni. 

Hár Johnsons hefur oft verið til umfjöllunar í breskum miðlum og breska þjóðin oft látið í ljós ónægju sína með að forsætisráðherrann greiddi sjaldan hár sitt og færi enn sjaldnar í klippingu. 

Ljós makki breska forsætisráðherrands hefur vakið athygli.
Ljós makki breska forsætisráðherrands hefur vakið athygli. AFP
Johnson var orðin heldur síðhærður þegar þessi mynd var tekin, …
Johnson var orðin heldur síðhærður þegar þessi mynd var tekin, í febrúar á þessu ári, þegar hársnyrtistofur í Bretlandi voru lokaðar. AFP
mbl.is