Brjóstahaldararnir fóru ekki með til Ítalíu

Kate Hudson, Salome Dewaels og Dakota Johnson á rauða dreglinum …
Kate Hudson, Salome Dewaels og Dakota Johnson á rauða dreglinum í Feneyjum. Samsett mynd

Stjörnurnar skarta sínu fínasta á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum en sumar þeirra hafa vakið athygli fyrir gegnsæjan og efnislítinn klæðnað. Kate Hudson, Salome Dewaels og Dakota Johnson virtust hafa gleymt brjóstahöldurunum heima af ásettu ráði. 

Bandaríska leikkonan Kate Hudson var afar glæsileg í eldrauðum síðkjól frá ítalska hátískumerkinu Valetino um helgina. Kjóllinn var að hluta til gerður út gegnsæju efni en að öðru leyti efnismikill og fljótandi. 

Kate Hudson í kjól frá Velentino.
Kate Hudson í kjól frá Velentino. AFP

Belgíska leikkonan Salome Dewaels tók áhættu á rauða dreglinum sem gekk upp. Hún klæddist draumkenndum kjól frá Dior. Rétt eins og á kjóll Hudson var búkstykkið hálfgegnsætt en fallegur útsaumur skreytti kjólinn. 

Salome Dewaels glæsileg í Feneyjum.
Salome Dewaels glæsileg í Feneyjum. AFP

Annan tón hvað við þegar bandaríska leikkonan Dakota Johnson mætti á frumsýningu The Lost Daughter um síðustu helgi. Hún klæddist kjól frá Gucci sem var kannski ekki gegnsær en þó efnislítill. Kjóllinn var þakinn kristöllum sem settu svip á kjólinn. 

Leikkonan Dakota Johnson í Gucci.
Leikkonan Dakota Johnson í Gucci. AFP
mbl.is