Tískufyrirmynd úr óvæntri átt

Carmela Soprano er tískufyrirmynd margra í dag.
Carmela Soprano er tískufyrirmynd margra í dag. Skjáskot

Svo virðist sem eiginkonan úr mafíuþáttunum Sopranos, Carmela Soprano, eigi sér vaxandi aðdáenda hóp meðal yngri kynslóðarinnar. Myllumerkið #carmelasoprano hefur fengið tæpar sex milljón flettingar á TikTok og ungt fólk (Gen Zers) klæðir sig í anda hennar. 

Það sem helst einkennir þennan stíl eru langar gervineglur, vel blásið hárið, þröngir bolir, gullkeðjur og krossar um hálsinn.

22 ár eru liðin frá því að Sopranos slógu svo eftirminnilega í gegn. Þeir sögðu frá lífi mafíuforingjans Tony Soprano og fjölskyldu hans í New Jersey. Fólkið í New Jersey hefur til þessa almennt ekki þótt hafa fágaðan smekk en nú virðist sem þessi stíll eigi sér góðan hljómgrunn meðal ungs fólks. Dæmi hver fyrir sig.

Eiginkonan frá New Jersey veitir mörgum innblástur í dag.
Eiginkonan frá New Jersey veitir mörgum innblástur í dag. Skjáskot
Langar neglur og vel blásið hárið er lykilatriði til þess …
Langar neglur og vel blásið hárið er lykilatriði til þess að ná fram þessum stíl. Skjáskotmbl.is