Varð óvart appelsínugul eftir brúnkuslys

Selena Gomez á MET Gala viðburðinum í New York árið …
Selena Gomez á MET Gala viðburðinum í New York árið 2018. AFP

Tónlistarkonan Selena Gomez mælir með að fara varlega þegar brúnkukrem eða aðrar svipaðar vörur eru annars vegar. Gomez rifjaði nýlega upp atvik þegar hún mætti með aðeins of mikið brúnkukrem á MET Gala-viðburðinn árið 2018. 

Gomez klæddist fallegum hvítum kjól. Í klippu á vef Vogue segir hún frá því hvernig það hafi verið ákveðið að bera á hana brúnkukrem rétt fyrir viðburðinn. Í fyrstu leit Gomez vel út og virtist áferðin vera jöfn og falleg. Þegar líða fór á kvöldið varð hins vegar Gomez dekkri og dekkri. Appelsínugul eins og hún orðar það. 

„Ég skoða mynd af mér þegar ég sest niður og ég er alveg appelsínugul,“ segir hún og hlær núna þremur árum seinna. Gomez sá fyrir sér hversu illa þetta ætti eftir að fara og hún ætti eftir að finna fyrir því á netinu. Fyrstu viðbrögð Gomez voru að hlaupa í burtu. „Svo ég fékk öryggisverðina mína til þess að taka af mér myndskeið af því fyrstu viðbrögðin mín voru að koma mér í burtu,“ sagði Gomez. Í kjölfarið birti hún myndskeið af sér hlaupa í átt að bílnum sínum á Instagram og skrifaði: „Ég þegar ég sá myndirnar af mér á Met“.“

View this post on Instagram

A post shared by Hung Vanngo (@hungvanngo)

Hér fyrir neðan má sjá Gomez segja söguna auk þess sem hún fer yfir það hvernig hún farðar sig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál