Tveir framúrskarandi herrailmir

Jakob Owens

Haustið er ekki bara tími til að fara í ræktina og borða hollari mat. Haustið er tíminn til að ilma vel. Á dögunum voru kynntir tveir nýir ilmir sem þykja ansi góðir.

Phantom-ilmurinn frá Paco Rabanne er ekki bara með góðri lykt heldur er ilmvatnsglasið sjálft mikið stofustáss. Ef þér hefur einhvern tímann dottið í hug að geyma ilminn þinn inni í stofu þá er tækifærið núna. Um er að ræða fágaðan herrailm sem samanstendur af sítrus, lavander og vanillu. Ef þig langar að gera eitthvað fyrir þig þetta haustið þá væri það að fjárfesta í þessu glasi.

Jean Paul Gaultier er þekktur fyrir góða ilmi. Nú hefur ilmurinn Scandal bæst í flóruna en hann er ekki bara í konunglegu glasi heldur ilmar hann konunglega. Þessi ilmur er sérsniðinn fyrir leiðtoga heimsins, fyrir sigurvegarann og hetjuna sem berst alla daga fyrir betri tilveru. mm@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »