Sheeran uppfærði stílinn í anda Eltons Johns

Ed Sheeran fær innblástur frá Elton John.
Ed Sheeran fær innblástur frá Elton John. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er búinn að uppfæra fatastíl sinn ef marka má myndir af rauða dreglinum á MTV VMA-tónlistarhátíðinni sem fór fram í Bandaríkjunum um helgina. Sheeran virðist hafa fengið innblástur frá öðrum rauðhærðum tónlistarmanni frá Bretlandi, tónlistarmanninum Elton John.

Sheeran hefur ekki farið leynt með breyttan fatastíl sinn á instagramsíðu sinni undanfarnar vikur og klætt sig í anda Johns ítrekað. Nú er komið í ljós að Sheeran sækir ekki bara innblástur fyrir fatastíl sinn til Johns heldur eru þeir félagar að vinna saman að lagi sem kemur út á næstu vikum

Ed Sheeran í jakka frá Versace.
Ed Sheeran í jakka frá Versace. AFP

John hefur verið þekktur fyrir litríkan fatastíl sinn í gegnum áratugina og en hann er með eindæmum glysgjarn. Þá klæðist hann oft litríkum jakkafötum, skreytir sig með fjöðrum og glingri og setur ætíð punktinn yfir i-ið með litríkum, stórum gleraugum. 

Um helgina klæddist Sheeran jakka frá Versace, en John er einmitt einstaklega hrifinn af Versace. Jakkinn er með fallegu mynstri og kragi skyrtunnar var skreyttur í stíl. 

Elton John er glysgjarn og elskar að klæðast litríkum fötum.
Elton John er glysgjarn og elskar að klæðast litríkum fötum. AFP

Stíll Sheerans undanfarin ár hefur verið heldur látlaus og klæðist hann yfirleitt gallabuxum og bol. Stundum bregður hann sér einnig í hettupeysu, líkt og hann gerði þegar hann spilaði hér á Íslandi.

Sheeran hefur verið þekktur fyrir lágstemmt fataval.
Sheeran hefur verið þekktur fyrir lágstemmt fataval. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál