Lét fjarlægja fitu úr kinnunum

Chrissy Teigen hefur farið í fegrunaraðgerðir.
Chrissy Teigen hefur farið í fegrunaraðgerðir. Samsett mynd

Fyrirsætan Chrissy Teigen lét fjarlægja andlitsfitu, nánar tiltekið úr kinnunum. Teigen greindi frá aðgerðinni á Instagram um helgina en þetta er ekki fyrsta fegrunaraðgerðin sem Teigen hefur farið í. 

Í myndskeiði sem Teigen deildi af sjálfri sér má sjá að kinnbeinin eru mjög áberandi sem og kjálkalínan. Það var þó ekki bara aðgerðin sem gerði trixið heldur hjálpaði edrúmennskan til. „Og eftir að ég hætti að drekka sá ég virkilega árangurinn og ég er ánægð með hann,“ sagði Teigen. Fyrirsætan fagnaði 50 daga edrúmennsku fyrr í september.

Teigen hefur opnað sig um nokkrar aðgerðir sem hún hefur farið í. Stjarnan fór í brjóstastækkun þegar hún var yngri en lét fjarlægja púðana í fyrra. Árið 2019 greindi hún frá því að hún hefði fengið sér bótox í handakrik­ana til að minnka svita­mynd­un.

mbl.is