Þægindi ofar öllu hjá Halldóru Mogensen

mbl.is/Unnur Karen

Skemmtilegur og óvenjulegur fatastíll Halldóru Mogensen, þingflokksformanns Pírata, hefur vakið eftirtekt í kosningabaráttunni sem nú á sér stað.

Fallegur og afslappaður stíll hennar svipar svolítið til Frakklands en franskar konur hafa oft verið leiðandi þegar kemur að því að sameina djarfræði og einfaldleika. Halldóra hefur upp á síðkastið komið fram í kvensniðnum buxnadrögtum og klæðst íþróttaskóm við.

mbl.is/Unnur Karen

„Það sem heillar mig við franska stílinn er einfaldleikinn. Hann snýst um að eiga ekki of mikið en setja fókus á gæði og þægindi,“ segir Halldóra aðspurð út í fatastílinn. „Það skiptir mig miklu máli að vera í þægilegum fötum þannig ég geng oftast í strigaskóm. Ég hef sjaldnast mikinn tíma á morgnanna til að ofhugsa klæðnaðinn þess vegna reyni ég að hafa þetta eins einfalt og hægt er.“

Buxur, einfaldir toppar eða bolir og dragtarjakki við er eitthvað sem oftast verður fyrir valinu hjá Halldóru. Oftar en ekki setur hún á sig hálsmen til þess að poppa upp einfaldleikann. „Ég er gjörsamlega sjúk í hálsmen,“ segir hún.

Halldóra Mogensen.
Halldóra Mogensen. Eggert Jóhannesson

Halldóra segist ekki gjörn á að farða sig neitt sérstaklega mikið dagsdaglega enda er hún með frísklegt útlit af náttúrunnar hendi. „Mér finnst best að vera með léttan og náttúrulegan farða á mér. Mér finnst reyndar mjög gaman að setja á mig rauðan varalit. En ég vil helst ekki hafa fullkomna áferð á honum heldur meira eins og hann hafi dofnað með deginum. Svona eins og frönsku konurnar með rauðvínskysstu varirnar.“

Þá er Halldóru umhugað um umhverfismál og sjálfbærni og því reynir hún að versla notaðan fatnað eins oft og kostur er. „Ég versla stundum notað. Mér finnst mikill kostur að geta farið í Space Odyssey á Skólavörðustígnum með notuð föt af sjálfri mér og fengið að skipta þeim út fyrir notuð föt af öðrum.“

Skjáskot/Instagram
mbl.is