Kylie Jenner frumsýnir sundfatalínu

Kylie Swim er það nýjasta hjá Kylie Jenner.
Kylie Swim er það nýjasta hjá Kylie Jenner. Skjáskot/Instagram

Samfélagsmiðlastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner ætlar heldur betur að stimpla nafn sitt inn í heim tískunnar. Nú þegar hefur hún hagnast mikið á snyrti- og húðvörulínum sem hún setti á laggirnar 2015 og 2019 undir nöfnunum Kylie Cosmetics og Kylie Skin, en þar lætur hún ekki staðar numið. 

Kylie Swim er nýjasta framlag stjörnunnar. Síðustu vikur hefur Kylie verið iðin við að deila myndum af sér í alls kyns litríkum sundfatnaði á Instagram og haldið fylgjendum sínum spenntum fyrir komandi sundfatalínu. Um miðjan ágúst tilkynnti hún aðdáendum sínum að hún stæði í ströngu við að hanna sundfatnað og að afraksturinn yrði frumsýndur fljótlega.

Frumsýning á nýju sundfatalínunni fór fram síðastliðinn föstudag, þann 17. september. Inniheldur baðlínan bæði sundboli og bikiní, í sterkum litatónum frá rauðum og bleikum út í appelsínugulan og gulan.

Þá er einnig hægt að fá sundfatnað frá Kylie Swim í sama stíl á börn. En það hefur þótt töff á meðal stjarnanna hingað til að hafa barnaflóruna í stíl við sig. 

View this post on Instagram

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner)

mbl.is