Vill verða gömul og falleg eins og karlmenn

Leikkonan Andie MacDowell er flott og náttúruleg.
Leikkonan Andie MacDowell er flott og náttúruleg. AFP

Bandaríska leikkonan Andie MacDowell leyfir gráu hárunum að njóta sín 63 ára. Hún segir að konur megi verða gamlar og fallegar rétt eins og karlmenn. Leikkonan ákvað að byrja safna með gráu hárunum í kórónuveirufaraldrinum. 

„Mig hafði langað til að gera þetta í nokkur ár,“ sagði MacDowell í viðtali við The Zoe Report. „Svo kom kórónuveirufaraldurinn, ég sá ræturnar koma og mér fannst það fara mér vel.“ Segja má að MacDowell hafi svindlað aðeins en hún fékk hjálp frá hárgreiðslumanni til þess að lita hluta af hárinu grátt og gera ferlið náttúrulegra.

Andie MacDowell með hárið sem er eins og salt og …
Andie MacDowell með hárið sem er eins og salt og pipar. AFP

Í Hollywood snýst allt um fegurð eða æskuljómann. Það er því ekki endilega einföld ákvörðun fyrir leikkonu í borg englanna að eldast náttúrulega og hætta lita hárið eins og MacDowell gerði. Hún skartaði fyrst nýja stílnum í júní árið 2021 á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. „Ég var hrædd um að fólk yrði illkvittið,“ sagði MacDowell en viðbrögðin voru allt önnur. 

„Ég held að konur séu þreyttar á að þær geti ekki verið gamlar og fallegar,“ sagði MacDowell og hristi höfuðið. „Karlmenn verða gamlir og við höldum áfram að elska þá. Og ég vil verða eins og karlmaður. Ég vil verða falleg og vil ekki láta gera eitthvað við mig til þess að verða falleg.“

Andie MacDowell var glæsileg.
Andie MacDowell var glæsileg. AFP
mbl.is