Leyndarmálið á bak við klippingu Pitts og Paltrow

Gwyneth Paltrow sagði frá nokkrum mismunandi hárgreiðslum á Instagram-síðu sinni.
Gwyneth Paltrow sagði frá nokkrum mismunandi hárgreiðslum á Instagram-síðu sinni. Samsett mynd

Fyrrverandi leikaraparið Brad Pitt og Gwyneth Paltrow skörtuðu eins hárgreiðslum þegar þau voru saman á tíunda áratug síðustu aldar. Paltrow sagði þau ekki hafa farið í hárgreiðslu saman en samt litu þau út fyrir að vera tvíburar. 

Paltrow fór yfir nokkrar eftirminnilegar hárgreiðslur á instagramsíðu sinni með aðstoðarmanni sínum, Kevin Keating. Hárgreiðslumaðurinn stóðst ekki mátið og spurði hana út í hárgreiðsluna sem þau Pitt voru með á frumsýningu myndarinnar The Devil's Own árið 1997. 

Leikkonan upplýsti að hárgreiðslumaðurinn Chris McMillan væri maðurinn á bak við hárstíl þeirra á þessum tíma. Hann er goðsögn í hárgreiðsluheiminum og er einnig maðurinn á bak við hina frægu Rakelar-hárgreiðslu sem Jennifer Aniston skartaði í Vinum. 

Liturinn á hári þeirra var svipaður en Paltrow sagði að þau hefðu farið til sama hárgreiðslumannsins í klippingu. „Var það með ráðum gert að vera í stíl?“ spurði aðstoðarmaðurinn. „Nei,“ svaraði þá leikkonan.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál