Rokk og ról í naglatískunni í ár

Sanseraður mosagrænn er áberandi í haust.
Sanseraður mosagrænn er áberandi í haust. Skjáskot/Essie

Essie hefur gefið út nýja naglalakkalínu fyrir haustið. Línuna prýða nokkrir litir en áberandi er áferð naglalakkanna sem svipar til eins konar perluáferðar. Segja má að lökkin séu því mörg hver með margbreytilegan blæ. 

Essie hefur líklega sótt innblástur í rokkið í þetta skipti, enda eru málmar, gull og glamúr fremur einkennandi fyrir nýju línuna. 

Litapallettan svipar til rokksins.
Litapallettan svipar til rokksins. Skjáskot/Essie

Helstu litir í litapallettu naglatískunnar í haust eru mosagrænn, sígildur dökkrauður, eggaldin fjólublár, sinnepsgulur og dökkblár. Um er að ræða fremur dökka liti með sanseruðum undirtóni.

Skjáskot/Essie

Til þess að hámarka árangur og endingu naglalakkanna jafnt sem útlit naglanna þá er best að lakka neglurnar í þremur skrefum: Best er að byrja á að raspa hverja og eina nögl með fínni naglaþjöl og setja þunnt lag af undirlakki (base coat). Því næst er gott að hrista naglalakkið sjálft áður en maður penslar því á með fínum strokum upp frá miðri nögl. Þegar lakkið hefur fengið tíma til þess að þorna þá er gott að setja yfirlakk (top coat). Sé þessu fylgt eftir er hægt að hafa neglurnar fínar í fleiri, fleiri daga.

Skjáskot/Essie
mbl.is