Gifti sig í kjól frægustu tengdamóður í heimi

Alizée Thévenet klæddist 41 árs gömlum brúðarkjól Carole Middleton.
Alizée Thévenet klæddist 41 árs gömlum brúðarkjól Carole Middleton. Samsett mynd

Hin franska Alizée Thévenet deilir nú tengdamóður með Vilhjálmi Bretaprins. Thévenet gekk í hjónaband með litla bróður Katrínar hertogaynju, James Middleton, í september. Alizée Thévenet klæddist brúðarkjól tengdamóður sinnar í brúðkaupinu.

Nýbökuðu Middleton-hjónin gengu í hjónaband í Frakklandi. Kjóll Thévenet var hippalegur og rómantískur. Samkvæmt gamalli hefð tíðkast að brúðir fái eitthvað lánað fyrir brúðkaup. „Carole tengdamóðir mín klæddist honum síðast fyrir 41 ári á brúðkaupsdaginn sinn í júní 1980,“ sagði Thévenet um kjólinn við Hello sem birti einnig myndir úr brúpðkaupinu. 

Mæðginin Carole og James Middleton í brúðkaupi Pippu Middleton og …
Mæðginin Carole og James Middleton í brúðkaupi Pippu Middleton og James Matthews. AFP

Thévenet prófaði kjólinn fyrst þegar hún var dvaldi á sveitasetri tengdaforeldra sinna í kórónuveirufaraldrinum. „Á meðan ég talaði um kjóla við Carole og deildi hugmyndum í útgöngubanni. Í leit að innblæstri prófaði ég brúðarkjólinn hennar og féll fyrir honum,“ sagði hún. 

„Hann passaði fullkomlega á mig og var akkúrat það sem ég vildi. Það hefur alltaf truflað mig að brúðarkjólar eru aðeins notaðir einu sinni svo það var yndislegt að gefa svona fallegum kjól annað líf.“

Kjóllinn var allt öðruvísi en kjólarnir sem dætur Carole Middleton klæddust þegar þær giftu sig. Katrín hertogaynja klæddist sérsaumuðum kjól frá Alexander McQueen þegar hún og Vilhjálmur Bretaprins gengu í hjónaband. Pippa Middleton, miðjubarn Middleton-hjónanna, klæddist einnig kjól sem hæfir prinsessu eftir breska fatahönnuðinn Giles Deacon.  

View this post on Instagram

A post shared by James Middleton (@jmidy)


mbl.is