Dóttir Madonnu ögrar staðalmyndum

Lourdes Leon er dóttir Madonnu og er með sjálfstraustið í …
Lourdes Leon er dóttir Madonnu og er með sjálfstraustið í lagi. AFP

Lourdes Leon fer eigin leiðir líkt og Madonna móðir hennar. Leon er listmenntuð og eftirsótt fyrirsæta en velur verkefni sín gaumgæfilega. Hún leitast við að ögra staðalmyndum og birtir ósjaldan myndir af sér með loðinn handarkrika, nú síðast á Met Gala-ballinu. 

Leon er eftirsótt fyrirsæta og nýjasta verkefni hennar er undirfatasýning Savage X Fenty sem er merki í eigu söngkonunnar Rihönnu. Í mynd sem hún deilir á samfélagsmiðlum má sjá hana í djörfum undirfötum þar sem húðflúrin fá að njóta sín.

Leon er listmenntuð og sögð afar klár og með sjálfstraustið í lagi rétt eins og móðir hennar. Í viðtali við Vogue lýsti hún lífi sínu sem svo að hún þyrfti að hafa fyrir hlutunum, borgaði skólann sinn sjálf og byggi í Brooklyn. „Margir halda að ég sé hæfileikalaust ríkt barn sem hefur fengið allt upp í hendurnar, en ég er það ekki.“

Lourdes vakti athygli á Met Gala ballinu í kjól úr …
Lourdes vakti athygli á Met Gala ballinu í kjól úr smiðju Jeremy Scott hjá Moschino. Skjáskot
View this post on Instagram

A post shared by LOLA (@lourdesleon)

mbl.is