Leynitrix Bjargar fyrir brúðkaupsdaginn

Björg Alfreðsdóttir, international makeup artist YSL á Íslandi, segir mikilvægt …
Björg Alfreðsdóttir, international makeup artist YSL á Íslandi, segir mikilvægt að hreinsa húðina vel og byrja á því mörgum vikum fyrir brúðkaup svo förðunin verði ennþá fallegri í brúðkaupinu sjálfu.

Björg Alfreðsdóttir, international makeup artist YSL á Íslandi, segir mikilvægt að hreinsa húðina vel og byrja á því mörgum vikum fyrir brúðkaup svo förðunin verði ennþá fallegri í brúðkaupinu sjálfu. 

Björg segir að áherslan í förðunartískunni um þessar mundir sé ljómandi, náttúruleg húð, bjartar varir og mild augnförðun. Þegar hún er spurð út í húðina sjálfa segir hún að lykillinn sé að undirbúa húðina vel.

„Ég nota yfirleitt Pure Shots Lines Away rakagefandi serum frá YSL sem dregur úr sýnileika fínna lína og Touche Éclat-farðagrunn sem jafnar áferð húðar, gefur birtu og betri endingu farða. Til að jafna litarhátt og gefa náttúrulega þekju nota ég nýja Touche Éclat-farðann sem aðlagast húðinni fullkomlega og Touche Éclat-hyljarann í kringum augun. Þessi tvenna getur ekki klikkað fyrir þær sem vilja jafna áferð húðar og hylja án þess að það sjáist. Til að fá hreyfingu í förðunina nota ég bjartan kinnalit sem ég set á kinnbein og blanda að hárrót ásamt sólarpúðri sem ég set í „þristinn“ allt frá miðju enni, meðfram hárrót, niður að kinnbeinum og að lokum undir kjálkalínuna,“ segir Björg.

Náttúrulegar augabrúnir og augnskygging eru í uppáhaldi hjá Björgu núna. „Ég ýfi augabrúnirnar aðeins, teikna hár þar sem þarf með Brow Blade-augabrúnatússinum frá Urban Decay og greiði í gegn með lituðu augabrúnageli frá YSL. Í augnskyggingu elska ég að nota hlýja, brúna liti og bleika tóna sem gera förðunina svo rómantíska og mjúka. Til að skerpa á augnförðuninni nota ég til dæmis Brow Blade-augabrúnatússinn til að gera eyeliner og maskara sem greiðir vel, þykkir og lengir. Lash Idôle frá Lancôme er mitt uppáhald eins og er, hann endist svo ótrúlega vel og klessir ekki.“

Varablýantar eru að koma sterkir inn aftur þar sem þeir eru notaðir bæði til að móta og skerpa varalínuna og til að fylla upp í varirnar.

„Með þessu móti endist varaliturinn mun betur. Þegar augnförðunin er látlaus finnst mér gaman að draga varirnar meira fram með djúpum varablýanti og glossuðum, björtum varalit yfir. Á þessum tímum grímunnar eru margar konur sem vilja ekki nota of mikið á varirnar, gott ráð við þessu er að nota til dæmis einungis varablýant eða púðra með litlausu púðri yfir varalitinn til að gera hann smitfrían. Að lokum má ekki gleyma All Nighter Setting-spreyinu frá Urban Decay en það gerir alla förðun vatnshelda og gefur allt að 16 klst. endingu!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál