Burstaðu hárið til styrktar Krabbameinsfélaginu

Bleiki burstinn frá HH Simonsen er merktur bleiku slaufunni.
Bleiki burstinn frá HH Simonsen er merktur bleiku slaufunni.

Bpro og HH Simonsen á Íslandi eru stuðningsaðilar herferðar Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum hjá konum í Bleikum október. 

Wonder Brush hárburstarnir frá HH Simonsen hafa heldur betur slegið í gegn hér á landi og hefur nú verið framleiddur bleikur Wonder Brush sem er sérmerktur Bleiku Slaufunni. Burstinn er seldur um allt land og rennur allur ágóði af sölunni óskiptur til Krabbameinsfélagsins.

Wonder Brush burstarnir frá HH Simonsen eru hannaðir til að fara vel með hárið og hársvörðinn, en þeir eru mjög sveigjanlegir og koma í veg fyrir að hárið brotni og endar klofni. Þetta er hárbursti sem ætti að vera til á öllum heimilum en hann hentar öllum hárgerðum og aldurshópum og hentar bæði til að greiða blautt og þurrt hár.

Árið 2017 tóku Bpro og HH Simonsen á Íslandi einnig þátt í Bleikum október og söfnuðust þá rúmar þrjár milljónir sem voru nýttar í ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Wonder Brush með bleiku slaufunni fæst á sölustöðum HH Simonsen um land allt og í netverslun Krabbameinsfélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál