Þórunn Antonía keypti tvö dress undir 10 þúsund

mbl.is/Ágúst Óliver

Þórunn Antonía Magnúsdóttir tónlistarmaður tróð upp þegar nýr Pablo Discobar var endurvakinn á dögunum. Í teitinu klæddist hún tveimur mismunandi dressum sem endurspegluðu stemninguna á staðnum. 

Þegar Þórunn Antonía er spurð út í þessi dress kemur í ljós að hún keypti þau í Extraloppunni og borgaði innan við 10 þúsund krónur fyrir þau bæði. 

„Ég var svo upptekin að plana kvöldið og gera og græja að ég fattaði að ég hafði ekki hugmynd hvað ég ætlaði að skella mér í. Þannig að ég og sjö ára dóttir mín fórum í Smáralind og enduðum í Extraloppunni þar sem ég fann þennan geggjaða bláa kjól og þennan ótrúlega skemmtilega spandex- og pallíettusamfesting,“ segir Þórunn Antonía í samtali við Smartland.

mbl.is/Ágúst Óliver
mbl.is/Ágúst Óliver
mbl.is/Ágúst Óliver
mbl.is/Ágúst Óliver
mbl.is/Ágúst Óliver
mbl.is