76 ára og mesti töffarinn

Leikkonan Helen Mirren.
Leikkonan Helen Mirren. AFP

Leikkonan Helen Mirren gekk tískupallinn fyrir snyrtivöruframleiðandann L'Oréal í París á dögunum. Mirren er 76 ára gömul og því töluvert eldri en hin venjulega fyrirsæta. Hún gaf þeim yngri þó ekkert eftir. 

Mirren var í svartri töffaralegri buxnadragt frá Azzaro og þykkbotna hælum líkt og unglingur þegar hún gekk niður tískupallinn með Eiffel-turninn í baksýn. Svartur rokkaður augnblýanturinn gerði það að verkum að Mirren leit frekar út fyrir að vera 18 en 76 ára. 

Hollywood-stjarnan þykir bera aldurinn sérstaklega vel og hárlitur hennar vekur ætíð mikla athygli. Andltið er ekki rennislétt en annað væri óeðlilegt fyrir konu á hennar aldri. Þegar L'Oréal kynnti auglýsingaherferð með Mirren í aðalhlutverki fyrir nokkrum árum var greint frá því að andlit hennar væri ekki breytt í myndvinnsluforritinu Photoshop. 

Helen Mirren var langflottust.
Helen Mirren var langflottust. AFP

Aðrar fyrirsætur voru yngri en Mirren eins og sjá má á myndunum hér að neðan. 

Stórstjörnur í París.
Stórstjörnur í París. AFP
Franska fyrirsætan Ophelie Guillermand.
Franska fyrirsætan Ophelie Guillermand. AFP
Á tískusýningu L'Oreal í París.
Á tískusýningu L'Oreal í París. AFP
franska leikkonan Camille Razat á tískusýningu L'Oreal í París.
franska leikkonan Camille Razat á tískusýningu L'Oreal í París. AFP
Bandaríska leikkonan Amber Heard á tískupallinum í París.
Bandaríska leikkonan Amber Heard á tískupallinum í París. AFP
Fyrirsætan Liya Kebede.
Fyrirsætan Liya Kebede. AFP
franska fyrirsætan Cindy Bruna á tískusýningu L'oreal í París.
franska fyrirsætan Cindy Bruna á tískusýningu L'oreal í París. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál