Ellen DeGeneres fagnar aldri en ekki hrukkum

Þáttastjórnandinn Ellen DeGeneres setur á markað húðvörur þann 26. október …
Þáttastjórnandinn Ellen DeGeneres setur á markað húðvörur þann 26. október næskomandi. mbl.is/Tubefilter.com

Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres tilkynnti í byrjun vikunnar að hún væri í óðaönn að setja nýjar húðvörur á markað. Húðvörurnar eru fyrst og fremst hugsaðar til þess að fyrirbyggja öldrun og eru einkunnarorð vörulínunnar: „Taktu aldrinum fagnandi en ekki hrukkunum.“

Vörulínan hefur fengið nafnið Kind Science sem gefur vísan í ákveðin framleiðslugæði. DeGeneres segir vörurnar ekki prófaðar á dýrum, þær séu umhverfisvænar og framleiddar úr hágæðainnihaldsefnum. Þá séu þær einnig góðar fyrir húðina og veskið, þar sem verðlagningin er höfð sanngjörn miðað við gæðin.

„Ég er með fréttir sem ég er spennt að deila með ykkur,“ sagði DeGeneres við gesti sína í spjallþættinum sem fram fór síðastliðinn þriðjudag, PageSix greinir frá. „Ég hef unnið að þessu í þrjú ár og er spennt að deila þessu með ykkur í dag. Stóru fréttirnar eru þær að ég hef loksins fattað það hvernig ég á að slökkva á vasaljósinu á símanum mínum,“ grínaðist DeGeneres eins og henni einni er lagið áður en hún ljóstraði upp um húðvörurnar og uppskar mikinn hlátur í kjölfarið.

Tilkynnt hefur verið að spjallþáttur hennar muni hverfa af dagskrá í byrjun árs 2022 eftir að upp komu sögusagnir um ósæmilega hegðun þáttastjórnandans í garð samstarfsfólks síns og gesta. Ellen DeGeneres mun því ekki sitja auðum höndum þegar þættirnir hætta í sýningu, núna þegar hún fyrirhugar framleiðslu á húðvörum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál