Glowie lét hárið fjúka

Tónlistarkonan Glowie lét hárið fjúka.
Tónlistarkonan Glowie lét hárið fjúka. Samsett mynd

Tónlistarkonan Glowie, sem réttu nafni heitir Sara Pétursdóttir, hefur gert róttækar breytingar á útliti sínu. Glowie, sem vanalega skartar síðu dökku hári, lét klippa sig alveg stutt á dögunum. Svo bætti hún um betur og lét aflita hárið sem var eftir. 

„Ég gerði það loksins,“ skrifaði Glowie við fyrstu myndina af sér stutthærðri á Instagram. Nokkrum dögum seinna gerði hún enn meiri breytingar og aflitaði hárið. „Ég ætla ekki að gera það. Ég var bara að hugsa um það, en ég ætla ekki að gera það... Ég gerði það,“ skrifaði hún svo.

Seinna skrifaði hún við mynd af sér með stutta ljósa hárið að hún hafi ekki áttað sig á því en að það væri mikill kraftur í hárinu. Hún væri nú hætt að sækja sér kraft í hárið.

mbl.is