„Loksins fann hún stílinn sinn“

Katrín hertogynja vakti mikla lukku í gullkjól.
Katrín hertogynja vakti mikla lukku í gullkjól. AFP

Katrín hertogynja vakti mikla aðdáun þegar hún mætti í gullkjól á frumsýningu nýjustu Bond-myndarinnar. Sérfræðingar segja að hún hafi loksins fundið stílinn sinn, hún veit hver hún er og sjálfsöryggið skín af henni. 

„Fatastíll Katrínar hefur breyst heilmikið á þeim tíu árum sem hún hefur verið hluti af bresku konungsfjölskyldunni. Á þessum tíma hefur hún eignast þrjú börn og verður fertug í janúar en fatastíll hennar hefur síður en svo elst, ef eitthvað þá hefur hann yngst. Loksins fann hún stílinn sinn,“ segir Charlie Gowans-Eglinton í The Times.

Mjög „konuleg“ í fyrstu

„Ástæðuna má líklega rekja til þess að í fyrstu fór Katrín eftir leiðbeiningum tengdamóður sinnar og sjálfrar drottningarinnar. Hún klæddist iðulega fínum kápum frá virðulegum breskum fatamerkjum og síðkjólarnir voru fínir en afar hefðbundnir og íhaldssamir.

Margar konur sækjast eftir því að klæðast eins og Katrín og stíll hennar þykir hógvær, kvenlegur og öruggur. Fötin eru sígild, vel sniðin og vekja aldrei umtal. Allt er settlegt,“ segir Gowans-Eglinton sem segist hafa selt eigin kjól á Ebay eftir að Katrín klæddist eins kjól opinberlega. „Allt í einu leið mér eins og kjóllinn væri of settlegur og konulegur fyrir mig.

Við erum sem betur fer farin að sjá aðeins minna …
Við erum sem betur fer farin að sjá aðeins minna af sparikápunum sem Katrín virtist eiga í öllum hugsanlegum litum og sniðum. AFP

Umskipti Katrínar

Allt aðra sögu má segja um gullkjólinn margumtalaða. Hvaða Hollywoodstjarna sem er hefði klæðst honum og margar hafa sést í svipuðum kjólum á verðlaunaafhendingum. Þetta var augljóslega kjóll sem var fyrir utan hennar venjulega þægindaramma.

Þessi umskipti Katrínar má rekja til fæðingar þriðja barns hennar árið 2018. Frá 2014 hefur stílisti Katrínar verið Natasha Archer en upp á síðkastið hefur Katrín í auknum mæli fengið ráðgjöf frá Virginiu Chadwyck-Healey sem er gamall vinur og fyrrverandi tískuritstjóri Vogue.

Katrín bar af í gullkjól sem þótti hæfa Hollywood stjörnum.
Katrín bar af í gullkjól sem þótti hæfa Hollywood stjörnum. AFP

Meghan-áhrifin greinileg

Þá má ekki heldur gleyma Meghan-áhrifunum. Meghan og Harry giftust mánuði eftir að Katrín fæddi þriðja barnið og allt í einu var komin önnur ung hertogynja sem var bara ári eldri en Katrín. Meghan valdi að klæða sig meira eins og kvikmyndastjarna. Þegar Katrín var að byrja var hún í einföldum kjólum frá ódýrari fatamerkjum eins og Reiss og Zöru. Hún vildi líta út fyrir að vera hagsýn umfram allt. En er við hæfi að hertogaynja hitti þjóðarleiðtoga í ódýrum fötum? Hún vildi láta líta út fyrir að vera eins og við en hún bara er það ekki,“ segir Gowans-Eglinton og nefnir að til samanburðar klæddist Meghan iðulega hátískumerkjum á borð við Givenchy og Carolina Herrera. „Almenningur gagnrýndi Meghan fyrir bruðlið en þetta var sparkið sem Katrín þurfti. Að klæðast aðeins sjaldnar ódýru fötunum og þegar mikið liggur við þá þarf hún ekki að vera í sparikápu í pastellitum. Hún gaf sér leyfi til að vera í hátískufötum.

Meghan var ef til vill sparkið sem Katrín þurfti til …
Meghan var ef til vill sparkið sem Katrín þurfti til þess að stíga út fyrir þægindarammann. AFP

Finnur eigin rödd

Nú má sjá Katrínu í fjölbreyttari fötum. Hún er ekki bara í rósóttum kjólum heldur er hún í flottum drögtum, víðum buxum við flotta aðsniðna jakka. Þessi þróun er einnig í takt við það að hún er að láta meira í sér heyra út á við. Hún talar fyrir fleiri málefnum og sinnir ýmsum góðgerðarstörfum. Þetta kennir manni að þegar maður er drottning þá býr maður til eigin reglur.“

Katrín er sjálfsöruggari og leikur sér meira með fatavalið.
Katrín er sjálfsöruggari og leikur sér meira með fatavalið. AFP
Fatastíll Katrínar er unglegri og frjálslegri en áður. Nú sést …
Fatastíll Katrínar er unglegri og frjálslegri en áður. Nú sést hún meira í víðum buxum við aðsniðinn jakka. AFP
Vel sniðnar buxur eru algengari sjón núna en sparikápurnar forðum …
Vel sniðnar buxur eru algengari sjón núna en sparikápurnar forðum daga. AFP
Umskipti Katrínar eru sögð byrja árið 2018. Í lok árs …
Umskipti Katrínar eru sögð byrja árið 2018. Í lok árs 2018 mætti Katrín til dæmis á samkomu í stílhreinum svörtum kjól með skáskornu hálsmáli. AFP
mbl.is