Stjörnustílisti í íslenskri hönnun

Bloody Osiris á Íslandi.
Bloody Osiris á Íslandi. Skjáskot/Instagram

Stjörnustílistinn og áhrifavaldurinn Bloody Osiris ferðaðist um Ísland á dögunum og fataði sig upp fyrir ferðalagið í 66°N. Íslandsferð Osiris hefur fengið mikla athygli á instagramsíðu hans en hann birti meðal annars mynd af sér í jakkanum Hornströndum í Reynisfjöru. 

Stílistinn er enginn venjulegur ferðamaður og klæddist öðruvísi fötum við hefðbundin útivistarföt. Hann klæddist svörtum loðfeldi frá Balenciaga yfir jakkann og var í töffaralegum mótorhjólabuxum frá Dainese og strigaskóm Ricks Owens. 

Osiris hefur meðal unnið sem stílisti fyrir rapparann Travis Scott og gengið tískupallinn fyrir tískumerkið YEEZY sem tónlistarmaðurinn Kanye West á. Osiris er náinn samstarfsfélagi Virgils Ablohs, listræns stjórnanda Louis Vuittons. Abloh skrifaði athugasemd við myndir sem Osiris birti af sér á Reykjanesi. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál