Geislaði í eldri skyrtu og nýrri íslenskri hönnun

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Eliza Reid forsetafrú og Friðrik …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Eliza Reid forsetafrú og Friðrik krónprins á Bessastöðum. Eliza var flott í bláu. mbl.is/Árni Sæberg

Eliza Reid forsetafrú Íslands var glæsileg þegar hún og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tóku á móti Friðriki krónprinsi Danmerkur á Bessastöðum í gærkvöldi. Eliza blandaði saman eldri skyrtu við nýja íslenska hönnun en sjálfbærni var lykilþema kvöldsins. 

Bláa skyrtan sem Eliza klæddist er frá Lafayette 148 og keypti Eliza hana í Kanada fyrir mörgum árum. Við skyrtuna var hún í gráum buxum frá íslenska merkinu Gracelandic. Við fötin var hún með íslenskt skart; hálsmen frá Orr og eyrnalokka frá Örnu Stjörnu. 

Það þarf ekki að kaupa allt nýtt. Skyrta Elizu er …
Það þarf ekki að kaupa allt nýtt. Skyrta Elizu er gömul en flott. mbl.is/Árni Sæberg

Gracelandic hefur vakið athygli að undanförnu. Grace Achieng stofnaði merkið Gracelandic tíu árum eftir að hún flutti til Íslands. Hún fæddist og ólst upp í Kenýa. Í viðtali við mbl.is í sumar sagði hún frá því hvernig henni tókst að stofna eigið fatamerki en hún fékk ekki draumastarfið um leið og hún flutti til Íslands. Grace hefur sjálf­bærni og vel­ferð þeirra sem starfa með henni og um­hverfið að leiðarljósi í fram­leiðslu Gracelandic.

Eliza Reid var í gömlu og nýju þegar hún tók …
Eliza Reid var í gömlu og nýju þegar hún tók á móti Friðriki krónprins á Bessastöðum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is